09.12.1980
Neðri deild: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1241 í B-deild Alþingistíðinda. (1180)

107. mál, manntal 1981

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Frv. þetta og hugmyndir um manntal hafa verið ræddar í sveitarstjórnum og þar á meðal að sjálfsögðu í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég vil lýsa þeirri skoðun minni, að hér sé ekki um manntal að ræða eins og það orð gefur ástæðu til að skilja manntöl. Ég lít á það, sem hér er verið að kanna, sem hreinar persónunjósnir og mun leggjast gegn þessu frv.