09.12.1980
Neðri deild: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (1198)

158. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Vegna þess, sem hv. 1. þm. Vesturl. sagði, vil ég aðeins minna á það sem sjálfstæðismenn sögðu á haustþingi 1978. Þeir bentu á það, að þáv. ríkisstj. færi rangt að. Hún ákvað að auka ríkisumsvifin og til þess að halda jöfnuði í ríkisfjármálunum beitti hún aukinni skattheimtu. Ef haldið hefði verið því striki sem þá var komið og við hefðum haft ríkisumsvifin í svipuðu hlutfalli 1978 og 1977, þá hefðum við ekki þurft á þeirri skattheimtu að halda sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar beitti sér þá fyrir og verið er að leggja til við Alþingi að framlengja nú.