10.12.1980
Neðri deild: 27. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1295 í B-deild Alþingistíðinda. (1257)

152. mál, biskupskosning

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Þess eru áreiðanlega mörg dæmi, að máli, sem flutt er af nefnd, sé ekki vísað til nefndar eftir 1. umr. um það, þrátt fyrir ummæli hæstv. fjmrh.

Um þetta frv. var fjallað í samvinnunefnd menntamála, eins og ég vil orða það, því það voru menntmn. beggja þd. sem fjölluðu um frv. og kölluðu á sinn fund höfund þess, dr. Ármann Snævarr prófessor. Það er einstaklega auðvelt að átta sig á þessu frv. og a.m.k. allir hinir gleggri alþm. geta skilið það á fáum mínútum.

Á hinn bóginn skal ég ekki mótmæla því, að allir kristilega sinnaðir þm. skoði þetta mál mjög vandlega, og mun þess vegna ekki telja fram fleiri athugasemdir að sinni.