11.12.1980
Efri deild: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í B-deild Alþingistíðinda. (1271)

111. mál, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til l. um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Fjh.- og viðskn. hefur rætt um þetta frv. á fundum sínum og mælir einróma með því að það verði samþykkt. Að vísu vil ég geta þess, að einn nm., Eyjólfur Konráð Jónsson, skrifar undir nál. með fyrirvara, en fjarverandi afgreiðslu málsins voru þeir Gunnar Thoroddsen og Lárus Jónsson.

Herra forseti. Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda er ætlað að vista það fólk sem ekki á vísa aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Um 11 þús. manns eiga nú aðild að biðreikningi lífeyrissjóðsiðgjalda. Hér er því um að ræða lögbindingu sjóðs sem tekur við af biðreikningi lífeyrissjóðsiðgjalda.