11.12.1980
Neðri deild: 28. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1312 í B-deild Alþingistíðinda. (1307)

73. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. (Garðar Sigurðsson):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um það í stuttu máli að draga skuli frá fob-verðmæti saltsíldar, sem er framleidd á þessari haustvertíð, 15 600 kr. fyrir hverja 100 kg tunnu vegna umbúðakostnaðar og annars slíks kostnaðar.

Sjútvn. hefur rætt þetta mál á fundum sínum og leggur til að frv. verði samþ. óbreytt. Það gildir um þetta mál, eins og öll þau þrjú sem hafa verið tekin fyrir núna, að tveir hv. þm. voru fjarstaddir afgreiðslu málsins, þeir Páll Pétursson og Halldór Blöndal. Nefndin leggur til að málið verði samþykkt óbreytt.