13.12.1980
Sameinað þing: 34. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (1401)

1. mál, fjárlög 1981

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli hv. þm. á því, að þetta er ekki í fyrsta skipti sem veitt er fé til hafnarmála á Blönduósi. Það hefur verið fjárveiting til þessarar hafnar oft á undanförnum árum, enda eru hafnarframkvæmdir á Blönduósi á þeirri hafnaáætlun sem lögð hefur verið fyrir þingið, þó að þessi mál hafi hins vegar verið í nokkurri endurskoðun. Ég vísa til grg. hv. þm. Páls Péturssonar um þörf á hafnarbótum á Blönduósi og segi já.