15.12.1980
Neðri deild: 30. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1439 í B-deild Alþingistíðinda. (1444)

157. mál, nýbyggingargjald

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um afnám nýbyggingargjalds. Þetta gjald er nú almennt þekkt. Það er út af fyrir sig ekki mjög algengur viðburður, að flutt sé frv. um að afnema skatta, og það var sérstök ánægja með það í fjh.- og viðskn. Náðu allir nm. samkomulagi um það og nefndin leggur eindregið til að frv. verði samþykkt. Ég sé ekki ástæðu til að gera grein fyrir þessu gjaldi. Það hefur komið svo oft hér til umr., að ég tel ástæðulaust að rifja og Tónskóli þjóðkirkjunnar. 1440 það upp, en ítreka þá skoðun nefndarinnar, að frv. verði samþykkt.,