15.12.1980
Neðri deild: 31. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1472 í B-deild Alþingistíðinda. (1499)

Afgreiðsla þingmáls

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Aðalatriði þessa máls, sem hér er rætt, er innihald þeirra tveggja frv. sem hér hefur borið á góma. Mér heyrist að það geti verið góð samstaða um að ljúka afgreiðslu þeirra fyrir jól. Mér heyrist að þm. stjórnar og stjórnarandstöðu séu reiðubúnir til að stuðla að því. Brigslyrði breyta þar í rauninni engu. Efnisinnihaldið er aðalatriðið. Hv. 8. landsk. þm., Guðrún Helgadóttir, formaður heilbr.- og trn., hefur ekki hafnað á einn eða annan hátt þeirri málaleitan, sem hefur verið borin fram í þremur ræðum, að kvaddur verði saman fundur í nefndinni. En ég minni á að það er talsvert kappsmál að málið nái fram, enda skil ég það svo, að allir vilji í rauninni stuðla að því, sem er aðalatriðið í málinu.