16.12.1980
Sameinað þing: 35. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1489 í B-deild Alþingistíðinda. (1526)

127. mál, Landmanna-, Gnúpverja- og Holtamannaafréttir

Fyrirspyrjandi (Árni Gunnarsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. hans ágætu svör og vil vekja á því athygli, sem hér hefur komið fram í ummætum hans, að það land, sem þarna varð fyrir skemmdum, verður að friða. Það jafngildir því að það verður að auka beitarþot heimahaga á þessum svæðum. Það liggur ekkert fjármagn fyrir eins og sakir standa til að dreifa áburði á þessa haga, sem eitt út af fyrir sig er nauðsynlegt að gera. Ég vænti þess þá, að við endanlega afgreiðslu fjárlaga við 3. umr. verði unnt að taka afstöðu til þessa svo mjög brýna verkefnis sem varðar hagi hundraða ef ekki þúsunda manna.