16.12.1980
Sameinað þing: 35. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1490 í B-deild Alþingistíðinda. (1529)

127. mál, Landmanna-, Gnúpverja- og Holtamannaafréttir

Fyrirspyrjandi (Árni Gunnarsson):

Herra forseti. Í tengslum við þetta mál væri það hugleiðingarefni, hvort þarna væri ekki á ferðinni hlutverk Viðlagasjóðs, þ.e. hvort þetta gæti ekki heyrt beint undir þann verkefnalista sem Viðlagasjóður hefur, því að hann skal bæta tjón af völdum eldgosa m.a. — Ég vildi bara skjóta því inn í þessa umr.