27.10.1980
Neðri deild: 6. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

29. mál, Grænlandssjóður

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð vegna þess að hv. 1. þm. Vestf., i. flm. þessa frv., kom hér inn á öll meginatriðin og þau atriði sem máli skipta. Þar ofan á bættist framlag hv. þm. Guðrúnar Helgadóttur, sem minntist aðeins á atriði sem þyrfti að leggja meiri áherslu á.

Ég vil aðeins segja það, að eins og við vitum hefur verið í mörg ár nokkuð mikið talað um það, að við þurfum að efla samskipti við Grænland. En það hefur aðeins verið talað og lítið gert. Ef við ætlum okkur eitthvað — ef við meinum eitthvað með þessu tali öllu saman, þá er ljóst að til þess þarf nokkurt fé, og til að afla þess eru auðvitað ýmsar leiðir. Stofnun Grænlandssjóðs er ein af þeim leiðum sem færar eru til þess að nálgast þetta markmið.

Ég vil aðeins geta þess, vegna orða hv. þm. Guðrúnar Helgadóttur, þar sem hún minntist á iðnmenntun og verkmenntun, að ég lít svo á, að þessi atriði séu fótgin í 2. gr. frv., þar sem talað er um að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, vísinda og tæknimála. Ég tel að öll þau atriði, sem hv. þm. Guðrún Helgadóttir nefndi, séu þarna í raun. Það á auðvitað eftir að semja reglugerð og fylla nánar út í þennan ramma, en ég tel að þetta sé allt þarna inni og ekki síst þau atriði hafi verið höfð í huga þegar þetta var lagt fram.

Ég vil að lokum aðeins segja það, að ég treysti því, að hv. dm. leggi þessu máli lið. Þetta er engin endanleg frambúðarlausn, en þetta er veigamikið skref í áttina og sú byrjun sem ég tel að þurfi að koma nú.