17.12.1980
Neðri deild: 35. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1637 í B-deild Alþingistíðinda. (1749)

34. mál, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur haft til umfjöllunar frv. til 1. um breyt. á lögum um Lífeyrissjóð starfsmann ríkisins. Nefndin hefur tekið þetta mál fyrir á nokkrum fundum sínum, m.a. á sameiginlegum fundum með hv. nefnd úr Ed., sem flutti við málið ýmsar brtt.

Nm. hefðu kosið að mál þetta hefði mátt bíða, m.a. með tilliti til þess að gera aðrar breytingar á máli þessu, en á fundi nefndarinnar í morgun kom fram að starfsmenn ríkisins munu a.m.k. flestir hverjir fá svokallaða persónuuppbót, 150 þús kr., í des., en það mun ekki vera ljóst að lífeyrisþegar fái lífeyri með tilliti til þessarar persónuuppbótar, þannig að nauðsynlegt mun vera, til þess að lífeyrisþegar fái lífeyrishlutfall af persónuuppbót þessari, að frv. þetta nái fram að ganga.

Með tilliti til þessa vill fjh.- og viðskn. ekki standa í vegi fyrir því, að málið nái fram að ganga, enda er nefndin sammála um frv., en hafði hins vegar hug á að athuga aðrar breytingar sem við munum taka upp eftir áramót samhliða öðrum frv. sem liggja fyrir nefndinni.

Ég vil aðeins ítreka að nefndin leggur til að frv. verði samþykkt.