18.12.1980
Efri deild: 40. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1668 í B-deild Alþingistíðinda. (1798)

95. mál, sparisjóðir

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál fjh.- og viðskn. um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 69 27. júní 1941, um sparisjóði. Meginefni frv. er að fellt er niður ákvæði sem komið hefur í veg fyrir að sparisjóðir geti gengið í ábyrgðir fyrir aðra. Í frv. eru sett skilyrði fyrir því, hversu víðtækar ábyrgðir sparisjóðir mega taka á sig.

Fjh.- og viðskn. hefur rætt frv. og mælir eindregið með því, að að það verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Nd. Fjarverandi afgreiðslu málsins var Gunnar Thoroddsen.