18.12.1980
Efri deild: 40. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1671 í B-deild Alþingistíðinda. (1813)

172. mál, lántaka 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Aðeins örstutt viðbót. Fyrirvari okkar hv. þm. Eyjólfs Konráðs Jónssonar er á því byggður, að hæstv. ráðh. gaf hér yfirlýsingu um það, að fé því, sem honum er heimilað að taka samkv. 4. gr. frv., verði varið í samræmi við væntanleg lánsfjárlög, en það þýðir að við tökum ekki afstöðu til fyrstu þriggja greinanna. Ég tel ástæðu til að það komi alveg skýrt fram hér, ekki síst í ljósi þess sem síðasti ræðumaður sagði. Það er einmitt það sem við eigum við, að við teljum eðlilegt að veita hæstv. ráðh. þá heimild sem felst í 4. gr., en viljum ekki að svo stöddu taka afstöðu til fyrstu þriggja greinanna.