18.12.1980
Neðri deild: 40. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í B-deild Alþingistíðinda. (1915)

176. mál, vörugjald

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Eins og þráfaldlega hefur verið vakin athygli á eru úrslit þessa máls í höndum hv. 12. þm. Reykv., sem hefur lýst sig andvígan málinu. Komist hann þrátt fyrir það að sömu niðurstöðu og við atkvgr. eftir 2. umr. er þetta enn eitt sorglegt dæmið um hvernig framsóknarmenn eru neyddir til að hopa æ ofan í æ frá þeirri afstöðu sem þeir hafa, til þess neyddir af Alþb. sökum þess að þá skortir kjark til að standa að því sem þeir vita að er rétt og satt. Ég segi nei.