19.12.1980
Sameinað þing: 38. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1773 í B-deild Alþingistíðinda. (1952)

1. mál, fjárlög 1981

Frsm. meiri hl. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Síðan frv. til fjárlaga var afgreitt við 2. umr. hefur fjvn. fjallað um það á átta fundum og eru fundir n. um frv. þá orðnir 43. Fjvn. flytur sameiginlega brtt. á þskj. 326. Um þær till. gildir hið sama og um brtt. við 2. umr., að fulltrúar stjórnarandstæðinga hafa óbundnar hendur um fylgi við einstakar tillögur og áskilja sér rétt til að flytja brtt. eða fylgja brtt. sem fram kunna að koma. Meiri hl. fjvn. flytur sérstaklega nokkrar till. við útgjaldahlið frv. svo og tillögur um breytingar á tekjuhlið. Mun ég fyrst greina frá sameiginlegum tillögum nefndarinnar.

Fyrsta till. varðar forsrn. Liðurinn Til Hrafnseyrar hækkar um 20 millj. kr. og verður 30 millj.

Menntmrn.: Háskóli Íslands, byggingarframkvæmdir og tækjakaup. Liðurinn hækki um 225 millj. kr. vegna byggingar 7 á landspítalalóð svo að framlag úr ríkissjóði til þeirrar byggingar nemi alls 675 millj. kr., en liðurinn í heild hækkar í 2243 millj. Með þeirri upphæð, sem hér er gert ráð fyrir að verja til byggingar 7, ætti að vera tryggt að ekki dragi úr áætluðum framkvæmdahraða.

Framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins og forstöðumenn rannsóknastofnananna hafa átt fundi með fjvn. þar sem rætt hefur verið starfsskipulag á grundvelli verkefna, auk annarra atriða langtímaáætlunar um rannsóknir og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna. Í því sambandi hefur verið rætt um gerð fjárlaga og hugsanlegar breytingar á vinnubrögðum sem því væru samfara að fjárveitingarnar miðuðust við verkefni. Rannsóknastofnanirnar sendu fjárlagabeiðni sína til fjárlaga- og hagsýslustofnunar með hefðbundnum hætti, en auk þess hafa átt sér stað fundir með einstökum rannsóknastofnunum þar sem beiðnirnar hafa verið ræddar út frá þeim verkefnum sem rannsóknastofnanirnar sinna. Undirnefnd fjvn. hefur átt aðild að viðræðunum. Þar sem viðræðum var ekki lokið þegar fjárlagafrv. var lagt fyrir Alþingi á síðasta hausti var tekið fram í grg. með frv. að gera mætti ráð fyrir nokkrum breytingum á framlögum til þeirra stofnana sem falla undir Rannsóknaráð ríkisins, en þær eru Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun og skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna.

Varðandi Rannsóknaráð ríkisins er framlag til upplýsingaþjónustu á vegum Rannsóknaráðs ríkisins hækkað um 3 millj. kr. og er ætlað til dagvinnulauna á mesta annatíma. Þá eru sértekjur hækkaðar um 2 millj. kr. Þátttökugjald í Nordforsk hefur verið hækkað um 10 þús. sænskar kr. og er fjárveiting þar af leiðandi hækkuð um 1 millj. kr.

Um till. varðandi launabreytingar hjá framhaldsskólum, en um það fjalla 19 tillögur n., er það að segja, að þegar fyrir lá í haust eftir samningu fjárlagafrv. hvernig nemendafjöldi skiptist á bekkjadeildir var ljóst að launakostnaður þessara skóla var almennt ofáætlaður í frv. Á hinn bóginn reyndust rekstrargjöld vanáætluð. Samkv. ósk menntmrn. er því gerð tillaga um að færa hluta fjárveitingar af launaliðum á rekstrarliði. Launaliðir eru því við endurskoðun lækkaðir hjá 14 skólum, en hjá 5 framhaldsskólanna reyndist þörf á að hækka launaliði, samtals um 38.5 millj. kr. Sú nettólækkun, sem með þessum breytingum verður á launaliðum framhaldsskólanna, 315.8 millj. kr., er notuð til að mæta vanáætluðum rekstrargjöldum og sú upphæð sett á sameiginlegan lið framhaldsskóla almennt.

Flutt er till. um að liðurinn gjaldfærður stofnkostnaður hjá Menntaskólanum á Ísafirði verði hækkaður um 130 millj. kr., í 430 millj., í samræmi við skuldbindingar í verksamningi.

Þá flytur n. till. um að liðurinn Gjaldfærður stofnkostnaður hjá Íþróttakennaraskóla Íslands hækki um 65 millj. kr., í 100 millj., vegna byggingar íþróttahúss.

Kennaraháskóli Íslands. Launaliður hækkar um 5 millj. kr. vegna nýrrar stöðu lektors hluta af árinu 1981. Í fjárlögum undanfarið hefur í heimildagrein verið gert ráð fyrir að húsnæðisvandamál Fiskvinnsluskólans, sem er í leiguhúsnæði, yrðu leyst með kaupum á húsnæði. Þessar heimildir hafa ekki verið notaðar, en athuganir varðandi notkun á heimildunum hafa beinst að kaupum á gömlu fiskvinnsluhúsnæði. Fjvn. leggur nú til að í húsnæðismálum Fiskvinnsluskólans verði mörkuð sú stefna, að byggt verði yfir skólann á lóð sem stofnunin hefur fengið í Hafnarfirði, og lagt er til að 70 millj. kr. verði á næsta ári varið til að hefja byggingu á þeim hluta skólans sem notaður verður vegna saltfisks- og skreiðarverkunar. Auk þess er lagt til að liðurinn Gjaldfærður stofnkostnaður hjá Fiskvinnsluskólanum hækki um 7.4 millj. kr. vegna tækjakaupa.

Þá er lagt til, að framlag til hússtjórnarskóla hækki um 10 millj. kr. vegna endurbóta á húsnæði Húsmæðraskólans á Laugarvatni.

Framlag til tónlistarskóla, laun, hefur um árabil verið vanáætlað í fjárlögum. Nú er lagt til að úr þessu verði bætt og liðurinn hækkaður um 200 millj. kr., í 1 milljarð 132 millj. 813 þús. kr.

Við samningu fjárlagafrv. voru tillögur menntmrn. og fræðslustjóra varðandi launaútgjöld í grunnskólum skornar niður um 670 millj. kr. og gert ráð fyrir að sá niðurskurður kæmi til endurskoðunar við meðferð frv. Niðurstaðan hefur orðið sú, að lagt er til, að af þessum 670 millj. kr. niðurskurði verði 350 millj. kr. teknar inn í fjárlög, og því lagt til að í fjárlög komi nýr liður: Laun í grunnskólum 350 millj. kr., og af þessari upphæð verði í framkvæmd veitt til einstakra skóla eftir því sem þörf þeirra verður metin.

Liðurinn Barnaverndarráð hækkar um 7.2 millj. kr. vegna foreldraráðgjafar.

Framlag til Félagsstofnunar stúdenta hækkar um 17.7 millj. kr. samkv. till. nefndarinnar.

Þá er lagt til að veittar verði 4 millj. kr. til kaupa á myndtæki fyrir Landsbókasafn.

Þjóðminjasafn. Gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 20 millj. kr. svo að unnt verði að ljúka uppsetningu á lyftu.

Listasafn Einars Jónssonar. Viðhaldsliður hækki um 7 millj. kr. og verði 9.9 millj. kr.

Liðurinn Önnur leiklistarstarfsemi, þ.e. starfsemi atvinnuleikhúsa annarra en Þjóðleikhúss, Leikfélags Reykjavíkur og Leikfélags Akureyrar, hækkar um 10 millj. kr. og verður 20 millj.

Ungmennafélag Íslands. Liðurinn hækki um 10.2 millj. kr. og verði 70.2 millj. kr. Enn fremur hækki framlag til Íþróttasambands Íslands um 35 millj. kr., í 240 millj.

Lagt er til að framlag til Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum hækki um 1 millj. kr. og verði 3 millj.

Þá er lagt til að liðurinn Íþróttamál fatlaðra hækki um 4.5 millj. kr. og verði 15 millj., enn fremur að framlag til Ólympíunefndar hækki um 1.5 millj. kr., í 5.5 millj., og framlag til sumarnámskeiða, þ.e. Heiðarskóla í Borgarfirði, hækki um 900 þús. kr. í 3 millj.

Safnastofnun Austurlands, vegna Skriðuklausturs. Liður þessi var á fjárlögum 1980 35 millj. kr., en ekki var áætlað fyrir þessu framlagi í fjárlagafrv. fyrir árið 1981. Lagt er nú til að veittar verði 10 millj. kr. til Safnastofnunar Austurlands.

Þá er nýr liður: Minnisvarði um Þorvald víðförla og Friðrik biskup 2 millj. kr., en gert er ráð fyrir að þessi minnisvarði verði reistur við alfaraveg norðan Giljár í þingi.

Þá er utanrrn. Vegna gengisbreytingar er lagt til að allir útgjaldaliðir sendiráða og fastanefnda erlendis hækki um 4.7% og framlag til alþjóðastofnana um sömu prósentutölu, en þó er framlag til Alþjóðaframfarastofnunarinnar óbreytt, enda ekki háð gengi. Samtals nema þessar hækkanir 40 millj. 355 þús. kr.

Jarðeignir ríkisins, framlög. Liðurinn hækki um 50 millj. kr. og verði 250 millj.

Jarðasjóður. Framlag hækki um 20 millj. kr. og verði 60.3 millj. kr.

Liðurinn Sértekjur hjá Búnaðarfélagi Íslands lækkar um 5 millj. kr., en hér er um leiðréttingu að ræða. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Fjárveitingin er aukin um 8 millj. kr. vegna einnar stöðu kerfisfræðings. Lagt er til að liðurinn Landgræðslu- og landverndaráætlun hækki um 150 millj. kr. Hækkunin skiptist þannig á viðfangsefni: Landgræðsluáætlun Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hækkar um 30 millj. kr., Skógrækt ríkisins 30 millj. kr. og Landgræðsla ríkisins 74 millj., en fyrirhleðslur hækka um 16 millj. og breyting á framlagi til einstakra fyrirhleðslna kemur fram á þskj.

Þá er lagt til að framlag til félagasamtakanna Landverndar verði flutt af liðnum Landgræðslu- og landverndaráætlun á liðinn Landbúnaðarmál, ýmis starfsemi, en framlagið verði óbreytt, 15 millj. kr.

Þá er lagt til að í stað tveggja liða, Jarðræktarframlög og Framræsla, komi einn liður: Framlög samkv. jarðræktarlögum með viðfangsefnunum: 1) Jarðrækt, húsabætur og vatnsveitur 2 milljarðar 270 millj. kr., sem er 82 millj. kr. lægri upphæð en ætluð var til jarðræktarframlaga í frv., 2) Framræsla 310 millj. kr., sem er 120 millj. kr. lægra en í frv., 3) Framlag til nýrra búgreina og hagræðingar 720 millj. kr., sem er nýtt viðfangsefni, og 4) Rekstrargjöld 241 millj., sem er óbreytt frá frv.

Þá er lagt til að veittur verði 2 millj. kr. styrkur til Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu vegna kornræktartilrauna.

Bændaskólinn á Hvanneyri. Gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 40 millj. kr. og verði 110 millj. Hækkun þessi er til komin vegna kostnaðar við hitaveitulögn.

Sjútvrn. Lagt er til að framlag til Fiskifélags Íslands hækki um 4.4 millj. kr. vegna launabreytingar hjá trúnaðarmönnum Fiskifélagsins, en þeir annast upplýsingasöfnun fyrir Fiskifélagið.

Hafrannsóknastofnun. Í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir að dregið sé úr úthaldi hafrannsóknaskipa. Í þess stað er stefnt að eflingu starfsemi stofnunarinnar í landi. Fjárveitingin er aukin vegna launa um 78 millj. 189. þús. kr. Í því felst að fastráðnir verði þrír sérfræðingar og lausráðnir eða verkefnaráðnir verði sex sérfræðingar. Þá er framlag til stofnkostnaðar hækkað um 30 millj. kr. og sértekjur um 22 millj. frá því sem er í fjárlagafrv.

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Fjárveiting er hækkuð um 30 millj. kr. vegna rekstrargjalda. Á undanförnum árum hafa rekstrargjöld og sértekjur verið vanáætluð. Í fjárlagafrv. var það leiðrétt að því er sértekjur varðaði og nú eru rekstrargjöld leiðrétt til samræmis.

Skrifstofur rannsóknastofnana atvinnuveganna. Framlag til rekstrargjalda er hækkað um 30 millj. kr. og er það einkum vegna hækkunar ýmiss kostnaðar við húsnæði einstakra rannsóknastofnana.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa. Nýr liður: Til einstaklinga og samtaka 3.2 millj. vegna lögfræðilegrar aðstoðar sem laganemar munu koma á fót fyrir almenning.

Dómhús í Reykjavík. Lagt er til að tekinn verði upp nýr liður: Dómhús í Reykjavík 22.5 millj. kr., til að inna af hendi greiðslur fyrir lóð í nýja miðbænum í Reykjavík.

Sýslumaður og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Liðurinn Viðhaldskostnaður hækki um 12.5 millj. kr. og verði 15.5 millj.

Lagt er til að liðurinn Bygging skrifstofuhúsnæðis hjá embætti sýslumanns í Borgarnesi hækki um 50 millj. kr. í 110 millj. vegna verksamnings.

Þjóðkirkja. Sértekjur lækki um 3.5 millj. kr. og verði 5 millj.

Embættisbústaðir þjóðkirkjunnar. Viðhaldsliður hækki um 20 millj. kr. og verði 170 millj.

Þá er lagt til að framlag til Tónskóla þjóðkirkjunnar hækki um 1.5 millj. kr. og verði 4.5 millj.

Félmrn., aðalskrifstofa. Önnur rekstrargjöld hækki um 10 millj. kr.

Vinnueftirlit ríkisins. Laun hækki um 15 millj. kr. vegna aukningar um tvö stöðugildi og sértekjur hækki um sömu upphæð. Erfðafjársjóður, framlag. Liðurinn hækki um 109 millj. kr. og verði 600 millj.

Liðurinn Vinnumál hækkar um 61 millj. kr. Hækkunin skiptist þannig á einstök viðfangsefni: Samtök vinnumarkaðarins vegna hagræðingarstarfsemi hækka um 5 millj. kr., Bygging orlofsheimila Alþýðusambands Íslands um 8 millj., Alþýðusamband Íslands vegna Menningar- og fræðslusambands alþýðu um 5 millj. kr., Félagsmálaskóli alþýðu um 4 millj., Námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum um 6 millj., Sjómannadagsráð um 1 millj., og nýir liðir eru: Fræðslumál Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 15 millj., Fræðslumál Bandalags háskólamanna 3 millj., Fræðslumál annarra 4 millj. kr. og Sjómannasamtök vegna lögskráningar 10 millj. kr., samtals 61 millj.

Ýmis framlög hjá félmrn. Nýr liður: Samtök aldraðra 10 millj. kr.

Heilbrrn. Framlag til Tryggingastofnunar ríkisins hækkar um 3600 millj. kr. vegna lagasetningar um fæðingarorlof.

Framlag til Eftirlaunasjóðs aldraðra lækkar um 500 millj. kr. vegna þess að Atvinnuleysistryggingarsjóður tekur að sér greiðsluna.

Landlæknir. Önnur rekstrargjöld hækka um 33 millj. kr. vegna sérstaks verkefnis við sjúkraskráningu og sérfræðilegrar aðstoðar.

Heyrnar- og talmeinastöð. Laun hækka um 7 millj. 932 þús. kr. vegna stöðu talkennara, og önnur rekstrargjöld hækka um 35 millj. kr. vegna útgjalda við kaup á heyrnartækjum.

Framlag til gjaldfærðs stofnkostnaðar hjá Landspítala Íslands hækkar um 700 millj. kr. vegna kaupa á tölvustýrðu sneiðmyndatæki. Sundurliðun á framkvæmdaliðum kemur fram í sérstöku yfirliti og gert er ráð fyrir því, að í framkvæmd geti orðið um einhverjar tilfærslur að ræða milli framkvæmdaliða, enda yrðu slíkar tilfærslur gerðar í samráði við fjvn. Enn fremur er gert ráð fyrir að skipting á fjármagni til nýframkvæmda og tækjakaupa hjá öðrum ríkisspítölum, sem er ein tala í fjárlagafrv., eigi sér stað í samráði við fjvn., eins og tekið er fram í grg. fjárlagafrv.

Vegna þess, sem fram kom í nál. fjvn. við 2. umr. varðandi fjárveitingu til Kristneshælis þar sem nefnd var móttökudeild fyrir áfengissjúklinga, er rétt að fram komi að fjvn. telur að þar geti eins verið um legudeild að ræða.

Lagt er til að veittur verði byggingarstyrkur að upphæð 115 millj. kr. til sjúkrahúss St. Franciscusarreglunnar í Stykkishólmi.

Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista í Hafnarfirði. Lagt er til að liðurinn hækki um 55 millj. kr. og verði 130 millj. Hér er um að ræða fyrstu greiðslu af fimm jafngildum vegna byggingar II. áfanga hjúkrunarheimilis fyrir aldraða.

Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi. Liðurinn hækki um 56 millj. kr. og verði 78 millj.

Hjartavernd. Liðurinn hækki um 15 millj. og verði 90 millj. kr. Þessi sérstaká hækkun umfram þá hækkun, sem samþykkt var við 2. umr. fjárlaga, er ætluð til greiðslu á rannsókna- og útgáfukostnaði.

Exem- og psoriasissjúklingar. Liðurinn hækki um 200 þús. kr. og verði 500 þús. kr., þ.e. félagssamtök þessara sjúklinga.

Nýr liður: Styrkur vegna mengunarvarna í fiskimjölsverksmiðjum 50 millj. kr. Í fjárlögum hefur undanfarið verið heimildarákvæði að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, vélum og tækjum til mengunarvarna sem sett eru upp að kröfu Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Þar sem taldir eru erfiðleikar á því að framkvæma slíkar undanþágur frá gjöldum var heimildin ekki sett í fjárlagafrv. að þessu sinni, en þess í stað er nú lagt til að gert sé ráð fyrir beinum styrkveitingum í sama skyni.

Lagt er til að framlag til Áfengisvarnaráðs hækki um 3 millj. kr. og verði 56 millj. 194 þús. kr. Þroskaþjálfaskólinn. Laun hækki um 7 millj. kr. vegna verklegrar kennslu.

Uppbætur á lífeyri. Liðurinn hækkar um 12.5 millj. kr. Fjmrn. Vegna launa- og verðlagsmála. Launaliðurinn hækki um 400 millj. kr. vegna launaútgjalda bæjarfógeta- og sýslumannsembætta. Alls eru þá 980 millj. kr. ætlaðar til ráðstöfunar vegna endurskoðunar á launaútgjöldum embættanna, en þessi útgjöld hafa verið mjög vanáætluð á undanförnum árum, en jafnframt er gert ráð fyrir breytingum á tilhögun á skilum innheimtufjár hjá bæjarfógetum og sýslumönnum.

Samgrn. Vegagerð ríkisins hækkar um 3.8 milljarða kr., þar af vegna lántöku 2010 millj. kr., en afgangurinn vegna markaðra tekjustofna. Af þessari upphæð fara 1790 millj. kr. í almennar framkvæmdir í vegagerð, 1000 millj. kr. í sérstakt átak í vegamálum, 810 millj. kr. í framkvæmdir í jaðarbyggðum og við „Hafísveg“ og 200 millj. kr. til framkvæmda við Bláfjallaveg.

Framlag til Skipaútgerðar ríkisins hækkar um 398 millj. 427 þús. kr. og verður 1 milljarður 736 millj. Vita- og hafnamálaskrifstofan. Tekinn verði upp liðurinn Til fyrirtækja í B-hluta 45 millj. kr., sem er ætlaður til að bæta úr aðstöðu fyrir starfsfólk áhaldahúss vitamálastjórnar í Kópavogi. 40 millj. kr. eru veittar til þessara framkvæmda í núgildandi fjárlögum.

Framlag til sjóvarnargarða hækkar um 5 millj. kr. vegna framkvæmda við Saurbæ á Kjalarnesi og á framkvæmdum þá að ljúka þar.

Framlag til Landshafnar í Rifi hækkar um 25 millj. kr. Lagt er til að veittar verði 1100 millj. kr. til framkvæmda við dráttarbrautir vegna hafnaaðstöðu skipasmíðastöðva. Sundurliðun kemur fram í sérstöku yfirliti. Þessar framkvæmdir eru fjármagnaðar með lánsfé.

Veðurstofa Íslands. Gjaldfærður stofnkostnaður fjarskiptadeildar hækki um 11 millj. kr. vegna búnaðar til móttöku veðurmynda frá gervitunglum og um 25 millj. kr. vegna útsendingar á veðurkortum.

Iðntæknistofnun. Fjárveiting vegna rekstrargjalda er hækkuð um 70 millj. kr. og á þar við sama skýring og hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, þ.e. breyting rekstrargjalda er færð til samræmis við breytingu sértekna. Auk þess er gert ráð fyrir að fjórir starfsmenn verði ráðnir til ákveðinna verkefna sem skili stofnuninni sértekjum. Laun eru því hækkuð um 32.8 millj. kr. og sértekjur um sömu upphæð.

Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Á undanförnum árum hefur orðið vart alkalískemmda í húsum. Til að hraða rannsóknum á því fyrirbæri svo að finna megi hentuga vörn gegn slíkum skemmdum í húsum og einnig til að efla ýmsar grundvallarrannsóknir á vegum stofnunarinnar er gert ráð fyrir að einn starfsmaður verði fastráðinn og fjárveiting er hækkuð um 8 millj. kr.

Jöfnunargjald til iðnaðarins er nýr liður, 2000 millj. kr.

Athugun á orkufrekum iðnaði. Liðurinn hækki um 180 millj. kr. og verði 200 millj. Lið þessum verði skipt í samráði við fjvn.

Lagt er til að veitt verði framlag til undirbúningsrannsókna á setlögum, 20 millj. kr.

Orkustofnun. Önnur rekstrargjöld hækka um 50 millj. kr. vegna rannsókna á háhitasvæðum.

Lagt er til að liðurinn Verðjöfnunargjald hækki um 800 millj. kr. og verði 6300 millj.

Kröfluvirkjun. Fjármagnsútgjöld lækka um 2630 millj. þar sem afborgun fellur niður vegna breytinga á lánum.

Er þá komið að brtt. við 5. gr. frv. eða B-hluta fjárlagafrv. sem fjallar um ríkisfyrirtæki og sjóði í ríkiseign. Ríkisútvarp, sjónvarp og hljóðvarp. Í brtt n. eru laun færð upp til áætlaðs verðlags á miðju ári 1981 og fjárfestingar hljóðvarps áætlaðar 390 millj. kr. og sjónvarps 1150 millj. Þessar fjárfestingarupphæðir eru miðaðar við að afnotagjald útvarps 1981 nemi 13 100 kr. á fyrra árshelmingi og 14 000 kr. á síðara árshelmingi. Afnotagjald fyrir svart-hvítt sjónvarp verði 27 100 kr. á fyrra árshelmingi, en 28 600 kr. á síðara árshelmingi og afnotagjald af litasjónvarpi 37 000 kr. á fyrra árshelmingi og 39 500 kr. á síðara árshelmingi. Yrði þá um að ræða 40% hækkun afnotagjalda milli áranna 1980 og 1981.

Áburðarverksmiðja ríkisins. Fjárfestingar hækka um 1 milljarð kr. í 3.5 milljarða vegna lántöku til framkvæmda við sýruverksmiðju.

Fóðuriðjan Ólafsdal. Fjárfesting hækkar um 70 millj. kr. vegna lántöku til kaupa á tækjum vegna endurnýjunar.

Landakaup kaupstaða og kauptúna. Lántaka hækkar um 300 millj. kr. til endurlána til sveitarfélaga.

Í brtt. varðandi Póst og síma eru forsendur launaupphæðar verðlag um mitt ár 1981, þar með talin 3.5% áhrif kjarasamninga. Önnur rekstrargjöld eru hækkuð um 50% frá fjárl. 1980. Afskriftir eru hækkaðar til að mæta hækkun á afborgunum lána. Gert er ráð fyrir að gjaldskrá hækki um 12% 1. febr., 10% 1. maí, 7.5% 1. ágúst og 7.5% 1. nóv. Sundurliðun á framkvæmdum kemur fram á sérstöku yfirliti.

Skipaútgerð ríkisins. Forsendur brtt. eru þessar: 1. Laun eru á verðlagi um mitt ár 1981 og hefur þá verið tekið tillit til kjarasamninga. 2. Önnur rekstrargjöld eru á verðlagi um mitt árið 1981 og hefur þá verið tekið tillit til áætlaðra olíuverðshækkana. Auk þess hefur verið reiknað með gengisbreytingu norsku krónunnar. 3. Gert er ráð fyrir eftirfarandi gjaldskrárhækkunum árið 1981 á þær tekjur sem fylgja gjaldskrá: 1. febr. 18%, 1. maí 10 í, 1. ágúst 10% og 1. nóv. 5%. Þá er gert ráð fyrir lántöku að upphæð 2400 millj. kr. vegna nýsmíði skips.

Landssmiðjan. Liðurinn fjárfestingar hækkar um 150 millj. kr. vegna lántöku til framkvæmdar við húsbyggingu að Skútuvogi.

Rafmagnsveitur ríkisins. Í brtt. n. eru laun færð til sömu verðlagsforsendna og gilda almennt í fjárlagafrv. Almennar framkvæmdir Rafmagnsveitna ríkisins eru áætlaðar 8708 millj. kr. og eru miðaðar við að vegin gjaldskrárhækkun nemi 18% á næsta ári, þ.e. 8.5% 1. febr., 8% 1. maí, 7.5% 1. ágúst og 7.5% 1. nóv. Sundurliðun á framkvæmdaliðum kemur fram á sérstöku yfirliti.

Orkusjóður. Framlag úr ríkissjóði lækkar um 2630 millj. kr. vegna þess að niður fellur afborgun af láni vegna Kröfluvirkjunar vegna breytinga á lánum, eins og fyrr var greitt, en veitt lán hækka um 300 millj. kr. vegna endurlána til jarðhitaleitar. Þá er með sérstakri brtt. gert ráð fyrir að liðurinn Styrking dreifikerfis í sveitum heyri undir Orkusjóð í fjárlögum.

Þá flytur fjvn. tillögur varðandi 6. gr. fjárlagafrv., þ.e. heimildagrein, og fela þær í sér heimild til ríkisstj.: Að ábyrgjast með einfaldri ábyrgð lán er Akureyrarkaupstaður kynni að taka til byggingar tengiálmu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. — Að kröfum ríkissjóðs og ríkisábyrgðasjóðs á Þörungavinnslunni hf. verði breytt í hlutafé. — Að auka hlutafjáreign ríkissjóðs í Hólalaxi hf. um allt að 100% í samræmi við ákvörðun stjórnar félagsins um að tvöfalda hlutafé fyrirtækisins. — Að endurgreiða aðflutningsgjöld af snjóbifreið sem Siglufjarðarkaupstaður hefur fest kaup á. — Að endurgreiða stimpilgjald af láni að fjárhæð 20 millj. kr. sem hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi hefur fengið úr Byggingarsjóði aldraðs fólks. — Að endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af flygli sem Gagnfræðaskóli Akureyrar fékk að gjöf á 50 ára afmæli skólans. — Að endurgreiða mismun á gjöldum bifreiðar, sem Brunavarnafélag Austur-Skaftafellssýslu hefur keypt og breytt verður í slökkvibifreið þegar að lokinni tollafgreiðslu, að því marki að 15% tollur verði innheimtur af bifreiðinni. — Að endurgreiða aðflutningsgjöld af snjóbifreið sem Flugbjörgunarsveitin á Akureyri hefur fest kaup á. — Að endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af stjörnusjónauka er samtök nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð áforma að gefa skólanum. — Að ráðstafa húseigninni nr. 17 við Sólheima í Reykjavík til afnota fyrir Unglingaheimili ríkisins. — Að selja prestsseturshúsið nr. 19 við Auðarstræti í Reykjavík. — Að selja húsið nr. 8 við Vesturveg á Seyðisfirði (fyrrv, sýslumannsbústað) og verja andvirði þess til kaupa á nýjum embættisbústað svo og að taka lán til viðbótar vegna nefndra kaupa. — Að heimila Síldarverksmiðjum ríkisins að selja húseignina að Eyrarstíg 1 Reyðarfirði. — Að selja hluta ríkissjóðs í gamla barnaskólahúsinu á Borðeyri. — Að selja fasteignina Tunguholt í Fáskrúðsfirði. — Að festa kaup á fasteigninni Lyngás 7–9 í Garðakaupstað til skólahalds. - Að hafa makaskipti við Akraneskaupstað á húseigninni Kirkjuhvoll á Akranesi ásamt tilheyrandi lóð og annarri húseign þar. — Að hafa makaskipti á hluta ríkissjóðs í skólastjórabústað á Flateyri og sambærilegum hluta í fjölbýlishúsi. — Að festa kaup á húsnæði í stjórnsýslumiðstöð á Dalvík fyrir sýslumanns- og bæjarfógetaembættið á Akureyri.

Enn fremur er gerð tillaga um að liðurinn 6.7 í 6. gr. orðist svo: Að taka lán allt að 100 millj. kr. til endurbóta á húsnæði Námsgagnastofnunar að Laugavegi 166, enda verði húseignir Ríkisútgáfu námsbóka að Brautarholti 6 og Tjarnargötu 10 í Reykjavík seldar, sbr. lið 53.

Nýir liðir: Að taka lán til kaupa á húseigninni Skeifunni 8, Reykjavík. — Að taka lán til byggingar lögreglustöðvar á Seyðisfirði. — Að taka lán til kaupa á hluta húseignar að Álfheimum 72 (98 fermetra geymsluhúsnæði). — Að taka lán til kaupa á húsnæði fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði.—Að semja við Akraneskaupstað um hönnun stjórnsýsluhúss á Akranesi. — Að gera í samráði við fjvn. Alþingis samning við Reykjavíkurborg um skuldir ríkissjóðs vegna framkvæmda í heilbrigðismálum. — Að fjármagna tímabundið byggingu Listasafns Íslands meðan verið er að selja erfðahlut safnsins úr dánarbúi Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.

Ég hef þá lokið við að gera grein fyrir þeim tillögum, sem n. flytur sameiginlega, og mun ég þá rekja þær brtt. sem meiri hl. fjvn. flytur við fjárlagafrv. á þskj. 349.

Auk tillagna um breytingu á tekjuhlið flytur meiri hl. fjvn. fjórar tillögur við útgjaldahlið frv.

Á fjmrn.: Liðurinn Sérstakar efnahagsráðstafanir lækki um 1 milljarð kr. vegna útgjalda við fæðingarorlof. Í öðru lagi lækki liðurinn Óviss útgjöld um 500 millj. kr. og verði 2098 millj. 791 þús kr. Í þriðja lagi á viðskrn.: Liðurinn Niðurgreiðslur á vöruverði hækki um 4000 millj. kr. og verði 35 þús millj. Í fjórða lagi á fjárlaga- og hagsýslustofnun: Liðurinn Vextir lækki um 500 millj. kr., verði 19 milljarðar 85 millj. 921 þús kr.

Í brtt. meiri hl fjvn. eru meginforsendur tekjuáætlunar varðandi breytingar launa, verðlags, gengis og þjóðarútgjalda óbreyttar frá fjárlagafrv. Í því felst m.a., að til samræmis við útgjaldahlið fjárlaga er ekki tekið tillit til áhrifa nýafstaðinna kjarasamninga nema sem svarar beinum áhrifum kjarasamninga opinberra starfsmanna og að því leyti sem samningarnir kunna þegar að hafa valdið breytingum á sköttum og verðlagningu ríkissjóðs. Sömu forsendur eru fyrir gjaldahlið frv. Þær tekjubreytingar, sem reiknað er með, eru þessar:

1. Álagður eignarskattur einstaklinga hækkar um 1.2 milljarða kr. og innheimtuáætlun hækkar úr 5070 millj. kr. í 6 þús. millj. eða um 930 millj. Er þá tekið tillit til hækkunar fasteignamats á árinu svo og vísbendinga um aukningu eignastofns. Í frv. var hins vegar miðað við að eignarskattur hækkaði við launa- og verðlagsforsendur 1981.

2. Innheimtur eignarskattur félaga hækkar úr 5656 millj. kr. í 6200 millj. eða um 544 millj. vegna hækkunar fasteignamats og meiri eignaaukningar en áður var reiknað með.

3. Skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði er óbreyttur, 2200 millj. kr. í innheimtu.

4. Gert er ráð fyrir að erfðafjárskattur hækki um 100 millj. kr. og verði 800 millj.

5: Álagður tekjuskattur einstaklinga hefur verið hækkaður um röska 5 milljarða kr. og innheimtur tekjuskattur einstaklinga hækkar þannig úr 57 040 millj. kr. í 61 100 millj. eða um 4 milljarða 60 millj. kr. Við endurskoðun þessarar áætlunar hefur verið tekið tillit til síðustu talna ríkisskattstjóra um álagningu, barnabætur og persónuafslátt á árinu 1980.

6. Álagt sjúkratryggingagjald hefur verið hækkað til samræmis við áætlaða tekjubreytingu 1979 – 1980. Í álagningu nemur hækkunin tæpum 800 millj. kr., en í innheimtuáætlun hækkar hún um 650 millj.

Tekið skal fram, að í þessum áætlunum hafa byggingarsjóðsgjöld verið felld niður sem sjálfstæðir tekjustofnar og sameinaðir þeim stofnum sem þeir reiknuðust af.

7. Áætlað er að aðflutningsgjöld lækki um 650 millj. kr. og þar af leiðandi lækki sá hluti, er rennur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, um 30 millj. kr., þannig að lækkun tekna ríkissjóðs nemur 620 millj. kr. frá frv.

8. Áætlað er að innflutningsgjöld af bensíni hækki um 1700 millj. kr., gúmmígjald um 15 millj. og innflutningsgjald af bifreiðum um 250 millj. kr.

9. Jöfnunargjald iðnaðarins er áætlað 3100 millj. kr. og hækkar um 400 millj. kr. frá frv. Sérstakt tímabundið innflutningsgjald á sælgæti hækkar um 100 millj. kr., en reiknað er með að álgjald lækki um 40 millj. kr. vegna samdráttar í álframleiðslu. Aðlögunargjald fellur niður, en það var áætlað 2700 millj. kr. í frv. Gert er ráð fyrir að tekjur af vörugjaldi verði 3850 millj. kr. og hækki um 3370 millj. frá því sem getið er í fjárlagafrv. Aftur á móti er gert ráð fyrir að sérstakt vörugjald af innlendri framleiðslu lækki um 200 millj. kr.

10. Söluskattur er áætlaður 192 milljarðar og enn fremur að til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga renni 14 milljarðar kr. þannig að tekjur ríkissjóðs hækka sem nemur 2500 millj. kr. frá því sem er í fjárlagafrv.

11. Skemmtanaskattur er áætlaður 515 millj. kr. eða 45 millj. kr. hærri en í fjárlagafrv.

12. Launaskattur er áætlaður 400 millj. kr. hærri en í fjárlagafrv. og er það vegna áhrifa kjarasamninga á tekjuáætlun.

13. Reiknað er með að lífeyristryggingaiðgjald atvinnurekenda breytist í fast 2% gjald af launum fyrra árs. Þessi liður hækkar um 1832 millj. kr., en hækkunin stafar þó ekki nema að hluta af skattbreytingunni þar sem fyrri áætlun, sem miðuð var við 14% kostnaðarhlutdeild hefði að óbreyttum lögum hækkað vegna ráðgerðrar útgjaldaaukningar lífeyristrygginga.

14. Rekstrarhagnaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er áætlaður 38.5 milljarðar og er það 2 milljörðum kr. hærri fjárhæð en í fjárlagafrv.

15. Flugvallagjald er áætlað 1400 millj. kr. og hækkar um 50 millj. frá frv.

16. Stimpilgjöld eru ráðgerð 9700 millj. kr., en það er 400 millj. kr. hærri fjárhæð en í fjárlagafrv.

17. Bifreiðaskattur, skráningargjald bifreiða og skoðunargjald bifreiða eru samtals áætluð 7700 millj. kr. eða 1010 millj. kr. hærri en í fjárlagafrv.

18. Hluti af umboðsþóknun og gengismun gjaldeyrisbankanna er ráðgerður 3700 millj. kr. og nemur hækkunin 500 millj.

19. Gjöld af ferðalögum til útlanda eru áætluð 2750 millj. kr., sem er 350 millj. kr. hærri áætlun en í frv.

20. Verðjöfnunargjald af raforku er áætlað 6300 millj.

kr. Það er 800 millj. kr. hækkun frá frv. Gjaldið rennur til Rafmagnsveitna ríkisins.

21. Þá er áhættugjald vegna ríkisábyrgða áætlað 600 millj. kr., sem er 150 millj. kr. hærri fjárhæð en í frv.

22. Þá er rétt að geta þess að áætlaðar tekjur sameigna ríkisins hækka um 40 millj. kr., sektir og upptaka á vörum til ríkissjóðs um 100 millj. og óvissar tekjur um 100 millj. kr. frá því sem er í fjárlagafrv.

Heildartekjur ríkissjóðs eru því áætlaðar 551 milljarður 478 millj. kr.

Lagt er til að skattvísitala 1981 verði ákveðin 145 stig miðað við 100 stig fyrir árið 1980. Sú vísitala gefur um 4 þús. millj. kr. hærri tekjur en tilgreindar hafa verið á tekjuhlið fjárlagafrv., en vegna áforma um sérstakar skattalækkanir á árinu 1981 er fyrrgreindri fjárhæð haldið utan tekjuhliðar frv. Þá hefur verið tekið tillit til á tekjuhlið að tollar af aðföngum til iðnaðar verði lækkaðir um 1000 millj. kr.

Samkv. 1. gr. er gert ráð fyrir að innlend útgáfa verðbréfa og happdrættisskuldabréfa nemi 9 milljörðum kr. á árinu 1981. Innheimta af endurlánuðu spariskírteinafé er áætluð 14 milljarðar og önnur innlend fjáröflun er ráðgerð 12 milljarðar 810 millj. kr. Erlend lán til A- og B-hluta eru áætluð 28 milljarðar 384 millj. Fjáröflun alls nemur því 64 milljörðum 194 millj. kr.

Ráðstöfun til innlausnar spariskírteina nemur 5 þús. millj. kr. og samkv, lánsfjáráætlun er ráðstafað til B-hluta 38 milljörðum 652 millj. kr. Til A-hluta er ráðstafað 20 milljörðum 542 millj. og afborganir af veittum lánum í A-hluta nema 100 millj. kr. þannig að innstreymi í A-hluta á lánahreyfingum nemur 20 milljörðum 64 millj. Útstreymi á lánahreyfingum nemur 22 milljörðum 356 millj. 407 þús., þar af vegna hlutafjárframlags til Flugleiða 500 millj. kr. Útstreymi umfram innstreymi á lánahreyfingum verður því 1 milljarður 714 millj. 407 þús. kr.

Verði brtt. meiri hl. fjvn. og samvn. samgm. varðandi tekjuhlið og útgjaldahlið samþykktar munu heildarútgjöld ríkisins á árinu 1981 nema 545 milljörðum 775 millj. 977 þús. kr., hækka því frá frv. um 19 milljarða 260 millj. 510 þús. kr., og tekjur munu nema 551 milljarði 478 millj. og hækka því frá frv. um 17 milljarða 860 millj. kr. Rekstrarjöfnuður verður því 5 milljarðar 702 millj. 23 þús. kr. Útstreymi umfram innstreymi á lánahreyfingum verður 1 milljarður 714 millj. 407 þús. kr., eins og áður sagði, og áætlað útstreymi á viðskiptareikningum nemur 1 milljarði 250 millj. kr. Samkv. þessu verður greiðslujöfnuður 2 milljarðar 737 millj. 616 þús. kr.