19.12.1980
Efri deild: 44. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1847 í B-deild Alþingistíðinda. (2013)

176. mál, vörugjald

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Ég skal ekki hafa hér uppi langt mál og þreyta hv. þdm. þó að ærið tilefni hafi gefist til af hálfu hæstv. ráðh. Hann hefur svolítið sinn sið í umræðum hér á hinu háa Alþingi. En ég vildi upplýsa hæstv. ráðh. um það — af því að hann virðist ekki vita það frekar en um gosdrykkina, hvað þeir vega þungt í vísitölunni — að áætlunartölur um innheimtu tekju- og eignarskatts í fjárlagafrv. hans voru reiknaðar þannig í frv. sjálfu, að þessi áætlun, sem er í fjárlögum í ár, var hækkuð um 42%, eins og verðlagsforsendur fjárlagafrv. eru. Umfram það ákvað meiri hl. fjvn., sjálfsagt í umboði ríkisstj., að hækka þessar áætlanir um 6.4 milljarða. Og það kalla ég umframverðlagsforsendur fjárlagafrv.