19.12.1980
Neðri deild: 43. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1857 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

160. mál, minnsta mynteining við álagningu opinberra gjalda

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur á fundi sínum, sem var að vísu fremur lauslegur, en eigi að síður hefur hún tekið þetta mál fyrir og leggur til að frv. verði samþ. Það er verið að útbýta nál., sé ég er, en hv. þm. Matthías Á. Mathiesen, Matthías Bjarnason, Albert Guðmundsson og Sighvatur Björgvinsson undirrita nál. með fyrirvara.