20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1861 í B-deild Alþingistíðinda. (2056)

1. mál, fjárlög 1981

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Áætlanir í fjárlagafrv. um tekju- og eignarskatt eru miðaðar við óbreytt skattalög og skattvísitölu 145, en þó er rétt að benda á að dregnir hafa verið frá við áætlun tekjuskatts 4 milljarðar vegna væntanlegrar endurskoðunar á skattalögum. Í sambandi við eignarskatt er líka sérstaklega ástæða til að benda á að fjárlagatölur fyrir árið 1980 voru mjög verulega vanáætlaðar, ég vil segja vegna mistaka, og þess vegna er allur samanburður við þetta frv. og þessi væntanlegu fjárlög meira eða minna út í hött, því að að sjálfsögðu er miðað við óbreytt álagningarkerfi og óbreytt álagningarhlutföll. Með þessari aths. segi ég já.