20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1863 í B-deild Alþingistíðinda. (2061)

1. mál, fjárlög 1981

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Þar sem skuldahali Ríkisútvarpsins var um síðustu mánaðamót 1230 millj. kr. og stefnir nú öllum rekstri og dagskrárgerð bæði hljóðvarps og sjónvarps í hættu og þar sem hjá núv. ríkisstj. er enginn skilningur á vanda þessarar mestu menningarstofnunar þjóðarinnar, sem nú samkv. fjárlagafrv. á áfram að hneppa í fátæktarfjötra, og þar sem þess er nú minnst í dag að 50 ár eru liðin á þessum degi síðan Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína og þessi till. gefur þingheimi tækifæri til að leiðrétta það fjárhagslega ranglæti, sem þessi stofnun hefur að undanförnu verið beitt, þá segi ég já.