20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1868 í B-deild Alþingistíðinda. (2084)

1. mál, fjárlög 1981

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þegar til umr. var fyrr á þessu þingi hvort unnt yrði að rafvæða þá bæi á Melrakkasléttu sem eftir væru, lýstu talsmenn Framsfl. stuðningi við það mál. Jafnframt lýsti hæstv. iðnrh. því yfir, að sig vantaði 300 millj. kr. á þennan lið til viðbótar því, sem var á fjárlögum, til þess að geta komið þessu verki í framkvæmd, og kvaðst hafa gert tillögur um það til fjvn. við fjárlagagerðina. Ég lofaði þá hæstv. ráðh. því að vinna að því í mínum flokki að þetta mál næði fram að ganga. Ég segi já.