20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1870 í B-deild Alþingistíðinda. (2091)

1. mál, fjárlög 1981

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Það gerðist nú við afgreiðstu fjárlaga í fyrsta skipti, að ég tel, að liðurinn Styrkur til blaða stórhækkaði frá fjárlögum til frv., um 70%, úr 100 millj. 170 millj. Áður hefur þetta gerst með þeim hætti, að þm. hafa flutt till. til hækkunar. Þessi liður hefur hækkað úr 60 millj. í 100 millj. á milli ára og síðan úr 100 í 170. Þessu til viðbótar er síðan ætlast til að fjmrh. hafi sjálfur heimild til þess að kaupa 250 eintök af dagblöðum sem eru fimm talsins. Ég sé ekki að það hafi neitt með lýðræði að gera eða tjáningarfrelsi í þessu landi. Ég tel að blöð, sem keypt eru af opinberum stofnunum, eigi að greiða af rekstrarliðum þeirra stofnana og eigi að kaupa ef að þeim er gagn að mati þeirra sem þar ráða ríkjum. Ég sé ekkert samband á milli lýðræðis og þess, að það eigi að neyða fólk til þess að lesa pappíra sem það hefur engan áhuga á að kaupa eða skoða. (Gripið fram í) Og ég segi já.