20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1872 í B-deild Alþingistíðinda. (2101)

1. mál, fjárlög 1981

Steinþór Gestsson:

Ég vil benda á það, að hér er aðeins um heimildarákvæði að ræða og heimildarsamþykkt. Við urðum öll vitni þess, sem hér höfum verið að greiða atkv. í dag, að þetta fyrirtæki og önnur lík hafa varhugaverða stöðu og hættulega, svo að liggur við að um stöðvun sé að ræða. Ég vil benda á að þó svo að menn vildu leiðrétta þennan rekstur með því að laga taxtana, þá er það ekki auðhlaupið að því á meðan ríkið sjálft greiðir niður flutningataxta hjá öðrum aðilum sem ganga sömu leiðir. Það er því fullkomin ástæða til að gera á því könnun, með hverjum hætti hægt er að koma rekstri slíkra skipa í viðunandi horf. Þetta er ein aðferðin til þess og til þess er gefin heimild. Ég er ekki að segja að það sé sú heimild ein sem verður ofan á að lokum, en það er rétt að prófa þá leið og því segi ég já.