20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1873 í B-deild Alþingistíðinda. (2107)

1. mál, fjárlög 1981

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Verði þessi till. þeirra sjálfstæðismanna um ákvörðun skattvísitölu ekki samþykkt stendur till. hæstv. fjmrh. ein eftir. Það mun þýða það að öllu óbreyttu, að tekjuskattsbyrði á almenningi í landinu mun aukast um 10 milljarða kr. a.m.k. á árinu 1981 umfram það sem tekjuskattsbyrðin mundi hafa verið ef fylgt hefði verið óbreyttri álagningu frá yfirstandandi ári. Þetta er enn skattastefna Alþb. í reynd gagnvart launafólki í landinu. Ég segi já.