27.01.1981
Sameinað þing: 41. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1912 í B-deild Alþingistíðinda. (2151)

115. mál, Blönduvirkjun

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Ég vil aðeins leiðrétta misskilning sem kom fram hjá hæstv. iðnrh. Ég hélt því auðvitað ekki fram, að ekki hefði gosið á Suðurlandi um alllangan tíma. Hins vegar hélt ég því fram um þau eldgos sem hafa verið þar um langan tíma, alllangan tíma, eins og ég orðaði það — og við verðum víst að fara mjög langt aftur í tímann til þess að finna eldgos sem hefðu haft áhrif eitthvað sem heitið gæti á virkjun við Sultartanga.