02.02.1981
Efri deild: 46. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2049 í B-deild Alþingistíðinda. (2262)

193. mál, viðnám gegn verðbólgu

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég vil sömuleiðis þakka hæstv. forsrh. fyrir að svara nokkrum af þeim spurningum sem ég bar fram áðan. Hins vegar var um fleira spurt en svarað var. Ég spurði hvaðan ætti að útvega Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins fjármagn til að tryggja eðlilega afkomu fiskvinnslunnar. Ég spurði líka hvaðan ætti að útvega fjármagn til að trygg~a afkomu samkeppnisiðnaðar og útflutningsiðnaðar. g vek athygli hv. dm. á því, að þessum spurningum kaus hæstv. forsrh. að svara ekki.