02.02.1981
Neðri deild: 46. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2054 í B-deild Alþingistíðinda. (2270)

Umræður utan dagskrár

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Út af síðustu ummælum hæstv. fjmrh. óska ég eftir að fá að beina annarri stuttri fsp. til hans. Ég hélt ég hefði vikið að því efni í ræðu minni áðan, en úr því að hann svaraði ekki hefur mér ugglaust láðst að gera það.

Ríkisstj. segir í tillögum um efnahagsaðgerðir um áramót svo, með leyfi forseta:

„Skattar verða lækkaðir sem svarar til 1.5% í kaupmætti lægri launa og meðallauna.“

Nú er spurningin: Verður hér miðað við heildarskattbyrðina eins og hún var á s.l. ári eða ekki?