04.02.1981
Efri deild: 47. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2097 í B-deild Alþingistíðinda. (2333)

203. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Hér með er fylgt úr hlaði frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Samkv. 1. gr. frv. er lagt til að ríkisborgararétt skuli öðlast 22 umsækjendur sem þar eru taldir upp. Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið í lagafrv. þetta, fullnægja skilyrðum sem sett hafa verið af allshn. beggja þingdeilda, sbr. nál. á þskj. 830 á 99. löggjafarþingi, 2. maí 1978. Umsækjandi nr. 3 fullnægir þó ekki skilyrðum um dvalartíma fyrr en 22. apríl 1981, en er kvæntur íslenskri konu.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um frv., en legg til að því verði að lokinni 1. umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.