04.02.1981
Efri deild: 47. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2099 í B-deild Alþingistíðinda. (2337)

203. mál, veiting ríkisborgararéttar

Salome Þorkelsdóttir:

Herra forseti. Ég kem hér í ræðustól til að taka undir ræður hv. 4. þm. Norðurl. e. og 5. þm. Vesturl. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það, þeir sögðu nákvæmlega það sem ég hefði viljað segja í þessu máli. En varðandi það, sem hæstv. utanrrh. sagði um þessi efni, þá finnst mér að meðalvegur í þessu sé ástæðulaus og það eigi að stíga þetta skref til fulls.