09.02.1981
Efri deild: 48. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2173 í B-deild Alþingistíðinda. (2393)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„6. febr. 1981

Þar sem ég að læknisráði mun ekki geta sótt þingfundi næstu vikur leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. kosningalaga að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Sveinn Jónsson verkfræðingur, Egilsstöðum, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Helgi Seljan,

2. þm. Austurl.“

Sveinn Jónsson hefur tekið hér sæti og ég býð hann velkominn til starfa. Hann hefur átt sæti áður á Alþingi og þarf því ekki frekari aðgerða við.