12.02.1981
Neðri deild: 52. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2282 í B-deild Alþingistíðinda. (2480)

189. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Það hefur aldrei verið um það deilt, að þegar orðalagi í reglugerð lýstur saman við orðalag í lögum ráða lögin að sjálfsögðu. Hins vegar er þetta mál bersýnilega miklu flóknara en svo, að hægt sé að kveða upp einhverja úrskurði um að hér sé um mismunandi skilning að ræða annars vegar í lögunum og hins vegar í reglugerðinni. Ég tel að málið þurfi því bersýnilega nánari skoðunar við og vil vara við því að nokkur taki mark á þessari einhliða yfirlýsingu síðasta ræðumanns.