03.11.1980
Neðri deild: 9. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í B-deild Alþingistíðinda. (252)

Umræður utan dagskrár

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég gat ekki ætlast til þess að hæstv. forsrh. hefði — á þeim skamma tíma sem liðinn er frá því að honum barst þetta mál — haft möguleika á að skoða það meira eða betur en hann hefur gert. Það, að hann mun fylgjast með málinu og gera könnun á því hjá Framkvæmdastofnun, er það svar sem ég hafði gert mér vonir um að fá hér í dag, í von um að málið fái síðan jákvæðan endi fyrir þá þar syðra. Umræður utan dagskrár.