03.11.1980
Neðri deild: 9. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 411 í B-deild Alþingistíðinda. (267)

17. mál, olíugjald til fiskiskipa

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég átti von á þessu frá hv. þm. og því bað ég oddamann í nefndinni að láta mér í té upplýsingar um það, hvaða samráð ég hefði haft fyrir hans milligöngu við menn í nefndinni. Hann hefur sent mér svohljóðandi minnisblað, með leyfi forseta:

„Að beiðni þinni skal tekið fram, að á fundum yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins, er fjalla um almennt fiskverð frá 1. okt. s.l., kom fram, að þú hefðir átt viðræður við fulltrúa sjómanna og útgerðarmanna og fiskvinnslunefndina á meðan verðákvörðun var til umfjöllunar. Ég hafði milligöngu um að boða suma fulltrúa á þinn fund. Þar á meðal kom ég boðum til Ingólfs Ingólfssonar, fulltrúa sjómanna í yfirnefndinni, um fund með þér.“

Og ég vil upplýsa að þessi fundur var haldinn föstudaginn 3. okt: kl. 14.00. Ég get jafnframt upplýst að ég kallaði einnig á formann Sjómannasambands Ístands, hann var erlendis þegar þessi fundur var haldinn. Hann á að vísu ekki sæti í nefndinni, en ég taldi nauðsynlegt að ræða við hann um svo alvarlegt mál. Sá fundur var haldinn að morgni þriðjudagsins 7. okt. kl. 8.30.

Ég veit ekki hver segir hér ósatt, en læt það liggja á milli hluta.