24.02.1981
Sameinað þing: 53. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2509 í B-deild Alþingistíðinda. (2674)

211. mál, húshitunaráætlun

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég hygg að þm. hafi veitt því athygli, hverju hæstv. iðnrh. svaraði. Hann sagði ekki hvernig hann greiddi atkvæði. Till. um þetta mál voru tvær. Í annarri till. var ekki um neina millifærslu að ræða. Í báðum tilfellunum greiddi hæstv. orkumrh. atkv. gegn hækkun til þessa þáttar framkvæmdanna. En hann hafði ekki þrek eða þor til þess að segja það hér. Eftir þessa umr. ættu ekki bara alþm., heldur og almenningur í landinu að hafa um það hreina vitneskju hvernig þessi hæstv. ráðh. svo og sumir hverjir aðrir haga málflutningi sínum þegar þeim þykir það henta gagnvart sjálfum sér og sínum flokki. — Þm. tóku eftir því. Hæstv. orkumrh. þorði ekki að segja hvernig hann greiddi atkv.