24.02.1981
Sameinað þing: 53. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2510 í B-deild Alþingistíðinda. (2677)

Umræður utan dagskrár

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja tímann, en ég fæ ekki skilið, enda þótt ég viti að hér muni fara fram umr. utan dagskrár, að í fyrirspurnatíma á Alþingi séu teknar út af dagskrá allar fsp. að þeim tveimur undanskildum sem búið er að svara. Hér mæta ráðh. ekki til þess að svara fsp. Það er búið að svara tveimur fsp. frá því kl. 2. í dag. Það er verið að taka allar aðrar fsp. út af dagskrá. Þetta er að mínum dómi ekki samboðið Alþingi og ég vil gera athugasemd um það við forseta að þessar fsp. séu nú þegar teknar út af dagskrá. Við getum látið fram fara utandagskrárumr. og síðan haldið áfram dagskránni þegar þeim hefur verið lokið.