15.10.1980
Efri deild: 3. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (27)

3. mál, upplýsingar hjá almannastofnunum

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. það um aðgang að upplýsingum hjá almannastofnunum á þskj. 3, sem hér er lagt fyrir hv. Ed., er lagt fram óbreytt frá því sem upphaflega lá fyrir þinginu 1977–1978 og aftur var lagt fyrir þingið 1978–1979. Á því þingi lágu upplýsingar fyrir hjá hv. allshn. d. um að í undirbúningi væri lagafrv. um tölvuskráningu upplýsinga um einkamálefni. Taldi n. æskilegt að geta skoðað þessi frv. samhliða, þar sem þau vörðuðu skyld efni. Frv. voru svo lögð fram á s.l. vori tiltölulega stuttu fyrir þinglok og hafa því ekki getað fengið umfjöllun samtímis í nefndum.

Svo sem kunnugt er hefur verið nokkur ágreiningur um það, hvort frv. um upplýsingaskyldu leysi á fullnægjandi hátt úr þörf fyrir löggjöf á þessu sviði, en ábendingar hefur skort um betri leiðir. Væri æskilegt að nefndir þær eða nefnd, sem nú fær málið til meðferðar, reyndi að stefna málsmeðferðinni inn á nýjar brautir við athuganir sínar, þar sem umræða um það hin síðustu ár hefur verið næsta ófrjó þannig að ekkert hefur miðað áfram.

Ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til að frv. verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og hv. allshn.