03.03.1981
Sameinað þing: 56. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2675 í B-deild Alþingistíðinda. (2819)

59. mál, aldurshámark starfsmanna ríkisins

Frsm. (Birgir Ísl. Gunnarson):

Herra forseti. Allshn. Sþ. hefur fjallað um þáltill. sem ég flutti ásamt hv. 3. þm. Reykv. og hv. 4. landsk. þm., þess efnis, að ríkisstj. yrði fali að láta endurskoða reglur um hámarksaldur opinberra starfsmanna og sú endurskoðun skyldi beinast að því að kanna hvort rétt væri að hækka þennan hámarksaldur og gera reglur um hann sveigjanlegri.

Samhljóða till. var flutt á síðasta þingi. Þá leitaði þessi sama nefnd umsagnar allmargra aðila sem málið varðar, en það eru fjmrn., Starfsmannafélag ríkisstofnana, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusamband Íslands. Allir þessir aðilar töldu rétt að endurskoða þessar reglur. Einn aðili þ. e. Bandalag háskólamanna, hafði að vísu þann fyrirvara, að hann taldi ekki rétt að breyta reglunum um hámarksaldur. En aðrir aðilar mæltu með samþykkt þessarar till. Nefndin varð því sammála um að mæla með því, að till. þessi yrði samþykkt.