04.11.1980
Sameinað þing: 13. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í B-deild Alþingistíðinda. (282)

46. mál, breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það er talsvert algengt að óskað sé eftir því, að ráðh. séu viðstaddir umr. Ég ætla að óska eftir því að einn tiltekinn þm. verði viðstaddur þessa umr. og hann verði tafarlaust sóttur. Sá þm. er hv. þm. Guðmundur J. Guðmundsson. Ég ætla að bíða með að halda ræðu mína þar til ég fæ upplýsingar um hvort hann er í húsinu, hvort hann treystir sér til að vera viðstaddur og hvort hæstv. forseti getur látið sækja þann ágæta mann. Ég hef svo stuttan ræðutíma að ég ætla ekki að eyða neinu af honum á ómerkari menn en hv. þm. Guðmund J. Guðmundsson.