05.03.1981
Sameinað þing: 57. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2705 í B-deild Alþingistíðinda. (2850)

100. mál, stefnumörkun í landbúnaði

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Fyrir u. þ. b. einu ári var skipuð nefnd til þess að setja saman till. um stefnumörkun í landbúnaðarmálum. Þessi n. hefur síðan starfað og er skipuð ágætum mönnum, þeim Agli Bjarnasyni ráðunaut á Sauðárkróki, Hákoni Sigurgrímssyni framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda og Helga Seljan alþm. Nefndin hefur síðan verið að starfi og tvívegis skilað bráðabirgðaáliti. Hún gerði að vísu hlé á starfi sínu um sinn vegna þess að hún beið eftir að önnur n., sem starfað hefur á vegum lanbrn., skilaði áliti. Starf þeirrar n. hefur dregist meira og verið viðameira viðfangs en ætlað var í fyrstu. Það er nefnd sem sett var til þess að gera úttekt á þjóðhagslegu gildi landbúnaðarframleiðslunnar og þó einkum þess hluta hennar sem er umfram innanlandsþarfir. Þetta verk hefur reynst, eins og ég sagði, viðameira en ætlað var í upphafi, og sú n. hefur enn eigi skilað áliti. Hefur því orðið niðurstaðan að draga eigi tengur störf stefnumótunarnefndarinnar.

Í des. s. l. skilaði n., sem fjallar um stefnumörkun í landbúnaði, til rn. drögum að áliti sem síðan hefur verið til umfjöllunar og frekari vinnslu. Þess er að vænta að innan skamms geti n. tekið þær aths., sem fram hafa komið, til meðferðar og lokið starfi sínu þannig að leggja megi till., sem byggist á starfi nefndarinnar, fyrir Alþingi áður en langir tímar líða. Þessa vil ég geta hér, en eins og kynnt hefur verið hér á Alþingi fyrr er gert ráð fyrir að í þeirri till. birtist stefna sem öll ríkisstj. getur staðið að.

till., sem hér er á dagskrá og hefur verið mælt fyrir, er þess eðlis, að ég tel að um marga hluti sé þar vel að verki staðið. Ég vil einnig láta þess getið, sem hv. alþm. munu átta sig á, að till. er að verulegu leyti, jafnvel meginhluta, byggð á till. til þál. sem flutt var fyrir tveimur árum af sjálfstæðismönnum og ég var 1. flm. að. Þannig eru þau sjö meginmarkmið, sem rakin eru í upphafi till., nálega efnislega eins og í þeirri till. sem ég var 1. flm. að fyrir tveimur árum. Þar er að vísu um örfáar orðalagsbreytingar að ræða, en efnisinnihald er að heita má alveg hið sama. Hér er um markmið að tefla sem ekki eru bundin við tímabundnar sveiflur eða tímabundið ástand í landbúnaði, heldur má telja að séu og verði framtíðarmarkmið. Það er ljóst að ég lít svo á að þessi markmið hafi mikla þýðingu.

Annar kafli þessarar till. fjallar um leiðir til þess að ná þeim sjö markmiðum sem eru meginefni tillögunnar. Þar er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að gerðar verði markvissar ráðstafanir til að koma á jafnvægi í framleiðstu og sölu búvara. Þetta markmið sýnist mér ekki vera skilgreint miklu nánar, þannig að ég hef eigi komið auga á hvort hér sé átt við að það skuli komið á jafnvægi milli framleiðslu og sölu búvara innanlands eða hvort hér skuli nýttir erlendir markaðir fyrir framleiðsluvörur landbúnaðarins að einhverju leyti og þá að hvað miklu leyti.

Ég tel að það segi sig sjálft, að við verðum að stefna að því að haga framleiðslu á búvörum þannig að hæfi markaðnum. En ég lít svo til að hluta af landbúnaðarframleiðslunni eigum við að flytja á erlenda markaði, því að ef við miðuðum aðeins við innanlandsþarfir gæti landbúnaðurinn ekki staðið undir þeirri byggð, sem hann er nú uppistaðan í um landið allt, eins og er í dag. Þetta er veigamikið atriði sem ég vil vekja athygli á.

Í annan stað er að því meginatriði vikið, hvernig eigi að nálgast grundvallarmarkmiðin og að samtök bænda fái víðtækar heimildir til að stjórna framleiðslu landbúnaðarvara í samræmi við þarfir markaðarins á hverjum tíma. Ég tel að þetta sé einnig gott markmið, og ég tel að löggjöf, sem sett hefur verið, ásamt þeim brbl., sem sett voru á s. l. sumri, gefi heimildir til þess fyrir félagssamtök bænda að hafa stjórn á framleiðslu og hafa mjög viðamikil áhrif á hvernig að þessum málum skuli staðið. Þetta vil ég leggja áherslu á og tek undir það, sem fram kemur í þessu atriði till., að það sé eðlilegt og nauðsynlegt að samtök bændanna fái í löggjöf rúmar heimildir til þess að vinna eftir við stjórnun framleiðslumála landbúnaðarins.

Án þess að ég ætli að rekja þessa till. miklu frekar þykir mér rétt að leggja áherslu á nokkra þætti, sem hér koma fram, og það sem segir í framhaldi af þessu í tillögugreininni sjálfri, sem er í fyrsta lagi í a-lið, að heimilt verði að leggja gjald á allt innflutt kjarnfóður. Er það fyrsta aðgerð í þessari till. sem bent er á til framleiðslustjórnunar. Sagt er að þetta gjald skuli vera svipað því sem nemur útflutningsbótum á kjarnfóðri í helstu viðskiptalöndum okkar, þ. e. niðurgreiðslum á kjarnfóðri í helstu viðskiptalöndum okkar sem flytja fóðurvörur hingað til lands. Eins og nú er helst þetta mjög í hendur. Nú er gjald á innflutt kjarnfóður 33.3%, en getur þó orðið hærra þegar farið er fram út tiltekinni hámarksnotkun.

Í öðru lagi er í b-lið, sem einnig fjallar um kjarnfóðurgjald, lagt til að leggja sérstakt gjald á hámarksnotkun kjarnfóðurs sem miðist við framleiðslu og bústofn. Þetta rímar nokkuð við framkvæmd gjaldtöku af kjarnfóðri eins og það er gert í dag og þýðir það í raun og veru að hér er lagt til að koma á tvöfaldri gjaldtöku á kjarnfóður, þ. e. tvöfaldri skattlagningu á innflutt kjarnfóður: í fyrsta lagi við innflutning og í öðru lagi á hámarksnotkun, sem yrði að taka eftir skömmtunarkerfi eða öðru finnanlegu kerfi miðað við bústofn, eins og hér segir, og þá væntanlega á sölustigi.

Þetta er framkvæmt með líkum hætti í dag. Það verðum að segjast, að þessi framkvæmd er ærið flókin, og er að mínum dómi mikil þörf á að einfalda þessa framkvæmd. Ég tel þó ekki rétt að þrengja heimildir, sem að þessu lúta, í lögum og tel rétt að bændasamtökin hafi, eins og er raunar markmið í þessari till., nokkuð í hendi sér að gripa til slíkra ráða. En það er afar mikilvægt að reyna að haga þessum málum þannig að flækjur verði ekki of miklar í framkvæmd. Flækjur bjóða heim mikilli vinnu og þar af leiðandi meiri hættu á að menn þreytist á því kerfi, sem upp er sett, en ella væri.

Á þetta vil ég benda. En ég fæ ekki betur séð en þessir staliðir, sem hér hafa verið raktir í þessari till., falli mjög saman við framkvæmd þessara mála eins og hún er í dag.

Mér heyrðist þó í ræðu hv. flm. að hann segði að kjarnfóður til innanlandsframleiðslu skyldi ekki skattlagt, og hafi ég heyrt það rétt fellur það ekki saman við þessa tilvitnuðu stafliði í tillögugreininni sjálfri.

Varðandi aðra þætti, sem í þessari till. er fjallað um varðandi stjórnun á framleiðslu, þá er gert ráð fyrir að kvótakerfi sé í framkvæmd. Það er gert ráð fyrir að heimildir verið áfram í lögum um verðmiðlun búvöru og að samtökum bænda verði veittar heimildir til að skipuleggja og hagræða framleiðslu búvara innan héraða- og framleiðslusvæða.

Þessi atriði eru í raun og veru öll heimil samkvæmt lögum og eru meira og minna í framkvæmd. Það er þó hægt að hugsa sér að framleiðslustjórnun væri færð meira á héraða- eða framleiðslusvæðagrundvöll heldur en gert hefur verið. En þrátt fyrir að það væri gert þyrfti tiltekna yfirstjórn þeirra mála sem bændasamtökin yrðu að hafa í sínum höndum.

Ég vil minna á það, að á ýmsan hátt, hefur verið greitt fyrir því, að framleiðsla héldist eða væri aukin á tilteknum svæðum landsins þar sem hún er of lítil, t. d. mjólkurframleiðsla. En það er vel hægt að hugsa sér að breyta að einhverju leyti skipulagi á þessum málum þannig að færa þetta meira yfir í héraðaskipulag, en þó þarf það allt mikillar athugunar við.

Aðra þætti, sem í þessari till. er fjallað um varðandi þær leiðir sem eiga að liggja til þess að ná aðalmarkmiðunum, skal ég ekki fara mikið út í. Ég sé ekki ástæðu til þess. Þar eru ýmsir liðir sem voru í þeirri till. sem ég flutti fyrir tveimur árum. Enn fremur er þar fjallað um vissar ábendingar um það, hvernig megi verja fé, sem nú er varið til útflutningsbóta, á annan máta en nú er gert. Ég tel að enn sem komið er höfum við fulla þörf fyrir að nota útflutningsbótafé til verðtryggingar, og ég sé ekki grundvöll fyrir því að verja því til annarra viðfangsefna eins og sakir standa og meðan jafnrík þörf er fyrir útflutningsbótatrygginguna og raun ber vitni.

Það er rétt, sem hv. þm. sagði, að það hefur oft verið rætt um það og margsinnis farið fram athuganir á því, hvort ekki sé hagkvæmt að verja niðurgreiðslufé beint til niðurgreiðslna á frumþáttum framleiðslunnar í stað þess að nota niðurgreiðsluféð til að greiða niður vöruverð á lokastigi. Jafnan hefur það komið svo út að það hefur verkað betur í verðlagsþróuninni að nota fjármuni ríkisins til niðurgreiðslu á vöruverði á lokastigi fremur en á frumþörfum og frumþáttum framleiðslunnar.

Þetta kann allt að breytast. Slíkt getur breyst, t. d. með breytingum á vísitölugrundvelli, og er ekki fyrir að synja að athuganir á þessu máli þurfi að gera alltaf öðru hvoru. Til þessa tíma hefur þó jafnan farið svo, að það hefur reynst heldur dýrara að nota fé ríkisins í niðurgreiðslur á frumþörfum heldur en á vöruverði á lokastigi.

Ég tel alveg nauðsynlegt þegar nýr vísitölugrundvöllur verður ákveðinn, sem liggur í loftinu að verði gert innan skamms tíma, að þá verði þessir þættir teknir upp til nýrrar athugunar.

Ég vil svo segja það í sambandi við þessi mál, sem ég tel ekki ástæðu til að fjalla um hér í langri ræðu, vegna þess að ég geri ráð fyrir að mæla fyrir till. um slíkt mál síðar á þessu Alþingi, að stefnumál í landbúnaði er auðvitað þýðingarmikið mál. Þar eru meginmarkmiðin að mínum dómi að freista þess, að það fólk, sem starfar að landbúnaði, geti búið við sambærileg kjör og aðrar fjölmennar stéttir þjóðfélagsins. Og til þess að þessu verði náð þurfum við að halda uppi framleiðslustarfsemi í sveitunum, við þurfum að halda uppi tekjuöflunarmöguleikum þessa fólks. Jafnframt er það yfirlýst markmið, að ég tel meginhluta þjóðarinnar og a. m. k. flestra stjórnmálaflokka landsins, að við skulum halda byggð sem næst því sem hún er í dag, að við viljum byggja Ísland allt. Þessum markmiðum náum við ekki ef við höldum áfram að draga saman framleiðsluna öllu meira en þegar hefur verið gert. Ég tel að það hafi verið nauðsynlegt að draga saman framleiðslu mjólkur og mjólkurafurða, eins og gert hefur verið og stefnt hefur verið að á síðustu árum og síðast á s. l. sumri gripið til lagasetningar til þess að því marki yrði náð. Nú höfum við náð því marki að mjólkurframleiðslan var á síðasta ári aðeins 1.2% umfram innanlandsþarfir. Við erum sem sagt komnir með mjólkurframleiðsluna í það horf að hún helst í hendur við innanlandsneyslu. Ég tel að við þurfum að varast það að halda áfram á sömu braut þannig að mjólkurskortur verið. Samtímis því, að þetta hefur gerst, hafa birgðir mjólkurvara stórlega dregist saman, einkum þó smjörbirgðir, sem eru nú meira en helmingi minni en þær voru fyrir einu ári.

Um leið og ég tel að það gengi glapræði næst að spyrna nú ekki við fótum og freista þess að staðnæmast sem næst því ástandi, sem við erum í í dag í mjólkurframleiðslunni, og reyna að halda henni stöðugri, sem vissulega er erfitt viðfangsefni í okkar landi með þær árferðissveiflur, sem ganga yfir og allir þekkja, þá tel ég nauðsynlegt að við höldum sauðfjárframleiðslu í svipuðu horfi og verið hefur til þess að tryggja að við getum haldið uppi tekjumöguleikum fólks og haldið uppi byggð um allt Ísland, sem ég tal vera markmið meginþorra þjóðarinnar og vonandi allrar.

Við höfum stefnt að því á allra síðustu árum — og til þess var varið verulegu fjármagni á síðasta ári — að leggja grunn að uppbyggingu nýrra búgreina og nýrra tekjuöflunarleiða í sveitum landsins. Ég tel það mikilsvert verk, og smám saman eiga slíkir nýir tekjuöflunarmöguleikar þessa fólks að geta bætt upp það sem skerðist í hinum hefðbundnu búgreinum. En allt tekur það sinn tíma í hinum hefðbundnu búgreinum. En allt tekur það sinn tíma og það þarf verulegt svigrúm til þess að slíkar nýjar tekjuöflunarleiðir geti orðið almenningseign og að þær geti að verulegu marki tekið við af tekjumöguleikum hinnar hefðbundnu búfjárframleiðslu. Þrátt fyrir það ber okkur að halda áfram ótrauðir á þeirri braut, þó að þar þurfi eins og annars staðar að fara með nokkurri varúð og ætla sér ekki í einu vetfangi að gleypa allan heiminn, því þá er hætt við að mikil mistök kynnu að verða gerð. Einnig í þessum efnum þarf því að fara með varúð við uppbyggingu þessara atvinnumöguleika.

Það er vitaskuld alveg hárrétt, sem fram kom hjá hv. 1. flm. þessarar till. og ég hef margsinnis lagt mikla áherslu á, að við þurfum að gæta þess að nýta markaði eftir því sem föng eru á. Innlendi markaðurinn er auðvitað langsamlega þýðingarmestur, því hann verður að taka við meginþorra framleiðslunnar úr sveitum landsins. Og við þurfum að reyna, eftir því sem föng eru á, að haga framleiðslu okkar þannig að hún sé við hæfi innlenda markaðarins.

Á hinn bóginn vil ég líka ítreka að erlendur markaður er þýðingarmikill fyrir vissar greinar okkar framleiðstu. Þar á ég ekki síst við úrvinnslugreinar, t. a. m. ullar- og skinnaiðnaðinn, eins og hér var nefnt. Auðvitað er mikil þörf á því, að þær iðngreinar verði þannig starfræktar að vara verði sem allra mest fullunnin hér í landinu sjálfu og síðan flutt út. Allt verður það þó að einhverju marki að lagast að markaðsástandi á hverjum tíma. En ég tel að við verðum að byggja á nokkrum útflutningi dilkakjöts á a. m. k. næstu árum og á þeim vettvangi verðum við að haga markaðsstarfsemi þannig að við nýtum þá möguleika, sem fyrir hendi eru, sem allra ítarlegast hverju sinni. Þar þarf bæði forsjálni og árvekni til þess að vel megi til takast. Þar er við ríkjasamsteypur og viðskiptaheildir að fást, og í því starfi þarf að teita samráðs og samninga við þjóðir innan slíkra samsteypna.

Ég skal ekki ræða þessi markaðsmál mikið. Ég get þó getið þess, að besti dilkakjötsmarkaður okkar, Noregsmarkaðurinn, er talinn í hættu með að þrengjast hvað magn snertir um teið og talið er að verðið fari þar hækkandi. Það stafar af því, að norska stjórnin, sem nú situr, hefur ákveðið að lækka stórlega niðurgreiðslur á þessari vöru þar í landi, um leið og Norðmenn keppa að því að verða sjálfum sér nógir með dilkakjötsframleiðslu, en þeir hafa flutt inn 2800 tonn af dilkakjöti frá Íslandi og nokkurt magn frá Nýja-Sjálandi á síðustu árum. Er talið að nýsjálenski innflutningurinn þoki fyrst, en síðan íslenska dilkakjötið, og ef þetta er rétt má búast við því, að þessi markaður þrengist og þá þurfum við meira að rækja markað í öðrum löndum. Þeir markaðir hafa fremur verið að glæðast á síðasta ári í vissum tilvikum enda þótt allir séu þeir þröngir og gefi of lágt verð. Þrátt fyrir að þessi markaður gefi of lágt verð. Þrátt fyrir að þessi markaður gefi of lágt verð og það krefjist þess, að um nokkra verðtryggingu verði að ræða, vil ég lýsa því sem minni eindregnu skoðun, að meðan ekki hafa verið byggðir upp frekari tekjuöflunarmöguleikar fyrir fólk í sveitum landsins en þegar er orðið og fyrirsjáanlegt er að muni taka nokkurn tíma, þá hljótum við að verða að halda þessari framleiðslu gangandi og nýta okkur erlendan markað til þess að koma þeirri framleiðslu í verð.

Herra forseti. Ég sé að í þessari till. er felldur út veigamikill kafli úr þeirri till. sem ég var 1. flm. að fyrir tveimur árum, sem fjallar um verðlagningar- og verðbreytingakerfi í landbúnaðinum. Ég skal ekki ræða það að þessu sinni, ég aðeins endurtek það, að ég vænti þess, að áður en langir tímar líða muni ég geta lagt fram till. um þetta efni hér á hv. Alþingi af hálfu hæstv. ríkisstj., um leið og ég tel að fjölmargt í þeirri till., sem hér er á dagskrá, sé ekki einungis athyglisvert, heldur mjög þarft.