10.10.1980
Sameinað þing: 1. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Forseti Íslands setur þingið

Aldursforseti (Gunnar Thoroddsen forsrh.):

Ég býð hv. alþm. og starfsfólk Alþingis velkomið til starfa. Til skrifarastarfa kveð ég hv. 10. þm. Reykv., Friðrik Sophusson, og hv. 5. þm. Reykn., Jóhann Einvarðsson. Samkv. 3. gr. þingskapa skal á fyrsta fundi kjósa forseta sameinaðs Alþingis. Komið hefur fram ósk um fundarhlé í 20 mínútur. Ég mun verða við þeirri ósk. Fundur hefst að nýju kl. 14.40. — [Fundarhlé.]

Aldursforseti lét fara fram kosningu forseta sameinaðs þings. Kosningu hlaut

Jón Helgason, 3. þm. Suðurl., með 56 atkv. — Gunnar Thoroddsen, 8. þm. Reykv., hlaut 1 atkv., en 2 seðlar voru auðir. Einn þm. var fjarstaddur.

Aldursforseti (Gunnar Thoroddsen forsrh.): Jón Helgason er rétt kjörinn forseti sameinaðs Alþingis og bið ég hann að taka við störfum.