17.03.1981
Sameinað þing: 61. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2911 í B-deild Alþingistíðinda. (3035)

206. mál, almennar skoðanakannanir

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Í leiðurum Alþýðublaðsins hefur að undanförnu farið fram nokkuð fræðileg umræða um skoðanakannanir, um gildi þeirra og takmarkanir þeirra, og ég segi eins og hv. þm. Eiður Guðnason, að ég get tekið undir ákaflega margt af því sem þar hefur komið fram. Kjarninn í málflutningi mínum áðan og raunar þegar þessi till. var til umr. fyrir tveimur árum er einfaldlega sá, að ég vara við því, að reglur um skoðanakannanir, sem væntanlega kæmu fram í frv.-formi, verði hamlandi með einum eða öðrum hætti. Það er kjarni málsins. En geri menn við það aths., hvernig einstakar skoðanakannanir eru framkvæmdar, geta slíkar aths. hafa verið gerðar í ívitnuðum blaðagreinum. Kjarni málsins í mínum málflutningi er sá, að reglur, sem hér kunna að verða settar, verði á engan hátt hamlandi. Ég tel að þessi sjónarmið geti vel farið saman: annars vegar hinar almennu aths., sem hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson spyr um, og hins vegar sú skoðun, að hömlur verði ekki settar á skoðanakannanir.