19.03.1981
Efri deild: 65. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2979 í B-deild Alþingistíðinda. (3122)

182. mál, eftirlit með skipum

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Þetta frv. er fylgifrv. þess sem hér var til umr. áðan. Það er samið til samræmis við tillögur í frv. til l. um meðferð einkamála í héraði. Þetta frv. gerir ráð fyrir að sjó- og verslunardómur verði lagður niður.

Allshn. mælir með samþykkt frv. með sams konar brtt. og við hið fyrra frv., þ. e. að gildistaka laganna miðist við 1. jan. 1982.