23.03.1981
Neðri deild: 65. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3024 í B-deild Alþingistíðinda. (3159)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 23. mars 1981.

Samkv. beiðni Benedikts Gröndals, 4. þm. Reykv., sem nú dvelst erlendis í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Sighvatur Björgvinsson,

3. þm. Vestf.,

formaður þingflokks Alþfl.

Jón Baldvin Hannibalsson hefur áður átt sæti á þessu þingi og býð ég hann velkominn til starfa.