24.03.1981
Sameinað þing: 65. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3072 í B-deild Alþingistíðinda. (3202)

246. mál, samræming á mati og skráningu fasteigna

Flm. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Ég þakka góðar undirtektir hv. 3. þm. Suðurl. um grundvallaratriði þáltill. og ég endurtek það, að ég vil alls ekki útiloka þann möguleika sem hann minntist á, sem er reyndar getið í grg., en það er að Fasteignamatinu verði falið að gera þetta, þó að mér virðist að hitt verði auðveldara.

Ég tek undir það líka, að það þarf að vera eitthvert það mat sem allir geta treyst, lánastofnanir og allir aðilar, og finnst mér nauðsynlegt að skoða þetta allt saman. Aðalatriðið er að þetta þarf að vera einfaldara, öruggara og ódýrara en það er í reynd í dag.