25.03.1981
Efri deild: 67. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3073 í B-deild Alþingistíðinda. (3207)

263. mál, varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum. Að vísu var einn nm. fjarstaddur, hv. þm. Sigurlaug Bjarnadóttir, en það var samdóma álit allshn. að mæla eindregið með samþykkt þessa frv. Ætla ég ekki að hafa um það fleiri orð.