26.03.1981
Sameinað þing: 66. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3120 í B-deild Alþingistíðinda. (3259)

239. mál, vínveitingar á vegum ríkisins

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Vegna ummæla síðasta ræðumanns fyndist mér nauðsynlegt að einhver úr hópi forseta, og ég beini því sérstaklega til hv. þm. Sverris Hermannssonar, sem að vísu er nú ekki hér viðstaddur, geri grein fyrir þessu máli svo að hægt sé að fá það á hreint — m. a. frá honum sem hefur viljað vera manna sannorðastur og traustastur í máli, hvernig þessum málum er varið.