07.04.1981
Sameinað þing: 71. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3526 í B-deild Alþingistíðinda. (3554)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ólafur Jóhannesson utanrrh.):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf fyrir Jón Kristjánsson, sem er 2. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi.

Það liggur hér fyrir, eins og lýst var úr forsetastóli áðan, bréf frá 1. varaþm. í kjördæminu þar sem hann lýsir því yfir, að hann geti ekki vegna anna tekið sæti á Alþingi nú, en þess er óskað, að Jón Kristjánsson taki sæti Tómasar Arnasonar viðskrh. Kjörbréfanefnd hefur ekkert fundið athugavert við þetta kjörbréf og leggur því til að kosningin sé tekin gild og kjörbréfið samþykkt.