08.04.1981
Efri deild: 74. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3526 í B-deild Alþingistíðinda. (3557)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Guðmundur Bjarnason:

Herra forseti. Á þskj. 609 er brtt., flutt af hv. 4. þm. Vestf., Þorv. Garðari Kristjánssyni, o. fl., um að inn í frv. komi ný grein er verði 29. gr. Hún fjallar um að fjmrh. sé heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að taka lán á árinu 1981 að fjárhæð allt að 370 þús. kr. Þessu fjármagni skal verja til að lagfæra skemmdir á ferjubryggjum við Ísafjarðardjúp. — Er hér um mjög brýnt verkefni að ræða. Verður að afla heimilda til að útvega fjármagn til að framkvæma það. Meiri hl. fjh.- og viðskn. mælir því með því, að brtt. á þskj. 609 verði samþykkt.