08.04.1981
Efri deild: 75. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3548 í B-deild Alþingistíðinda. (3586)

209. mál, tollskrá

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. Ed. hefur fjallað um frv. þetta til l. um breyt. á lögum nr. 120 31. des. 1976, um tollskrá o. fl., með síðari breytingum. Frv. þetta er búið að fá afgreiðslu í Nd. og voru gerðar þar á því breytingar sem liggja fyrir, og eins og það kemur frá Nd. liggur það fyrir á þskj. 611.

Nefndin varð sammála um að mæla með samþykkt þessa frv. með þeim breytingum sem gerðar voru á því í Nd. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru hv. þm. Gunnar Thoroddsen, Ólafur Ragnar Grímsson og Sigurlaug Bjarnadóttir, en undir nál. rita þm. Guðmundur Bjarnason, Davíð Aðalsteinsson, Eiður Guðnason og Lárus Jónsson.