09.04.1981
Neðri deild: 76. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3594 í B-deild Alþingistíðinda. (3657)

298. mál, úrskurðaraðili í deilu um starfsaldurslista flugmanna

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Samgn. hefur komið saman og tekið til meðferðar frv. til l. um úrskurðaraðila í starfsaldurslistadeilu flugmanna Flugleiða h. f. Nefndin hefur rætt frv. og mæla þeir Skúli Alexandersson, Árni Gunnarsson, Friðjón Þórðarson og Alexander Stefánsson með samþykkt þess með eftirfarandi breytingum:

2. gr. orðist svo: Úrskurðaraðilar skulu hefja störf ef starf sáttanefndarinnar ber ekki árangur, þó ekki síðar en innan fjögurra vikna frá gildistöku laga þessara.

Fyrirsögn frv. orðist svo: Frv. til l. um úrskurðaraðila í deilu um starfsaldurslista flugmanna Flugleiða h. f. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Stefán Valgeirsson og Halldór Blöndal. Steinþór Gestsson mun gera grein fyrir afstöðu sinni. Undir nál. skrifa hinir sömu menn og eru flm. brtt. sem ég afhendi forseta Nd.